Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Jan 13, 2022

Véfréttin á Tenerife þannig að sá raunverulegi var við stjórnvöllinn í nýjasta BLE. Hann fékk þann slæma (Steinar Aronsson, leikmaður Leiknis) og þann eldfima (Davíð Eldur, ristjóri karfan.is) til þess að fara yfir fréttir vikunnar og slúður áður en Stofustóllinn sjálfur, Eiki hljóðmaður, mætti og gerði þetta að enn einu Tindastólshlaðvarpinu. Hann ásamt hinum faglega Gunnari Birgissyni völdu síðan All time lið Stóla og lögðu Tomma línurnar um hvernig skal heilla hin klassíska Stofustól. Þetta og margt fleira.

Monday Jan 10, 2022

BLE bræður voru í góðum fílíng á sunnudagskvöldi. Fóru yfir Subwaydeildina, 1. deildina og neðstu deildirnar. Norðurlandsslagurinn, Richotti lék á alls oddi í Þorlákshöfn, Hamar virðist hafa gefist upp og á Egilsstöðum eru menn að drilla. Gasað stanslaust þangað til að Óli Dóri rak BLE bræður út úr stúdíóinu. 

Thursday Jan 06, 2022

BLE bræður mættir til leiks á nýju ári. Fóru fyrst yfir NBA deildina þar sem Lance Stephenson er mættur til leiks á ný sem og Kyrie Irving. Tóku svo smá snúning á frestunaráráttu körfuknattleikssambandsins. Hringdu svo til Valencia þar sem Martin Hermannsson sat fyrir svörum um lífið, boltann og tilveruna á Spáni. Síðasti klukkutíminn fór í íslenska boltann. Farið yfir félagaskiptin sem áttu sér stað yfir hátíðarnar og spáð í spilin fyrir næstu umferð. 

Thursday Dec 30, 2021

BLE veitti alls konar verðlaun í áramótabombunni. Leikmaður ársins, vesen ársins, ummæli ársins, lið ársins, 4+1 söknuður ársins og miklu fleira. Sá slæmi í heimsókn í fiskabúrinu og sá lét í sér heyra. BLE þorir að snerta á hlutum sem aðrir koma ekki nálægt.

Thursday Dec 23, 2021

BLE bræður hafa sjaldan verið betri. Jólin eru að koma og bæði Véfréttin og Sá Raunverulegi voru í jólaskapi. NBA, neðri deildir, símtöl í sagnfræðinginn, þann Hundtrygga og G. Birgis. En fyrst og fremst jólagleði.

Monday Dec 20, 2021

BLEverjar voru í miklu jólaskapi eftir þessa síðustu aðventuhelgi. Síðasta umferðin í Subwaydeild Karla fyrir jól búinn og því gott að fara aðeins yfir hlutina. Þá er skjálfti í Skagafirðinum. Fréttir um stöðu Baldurs sem aðalþjálfara Tindastóls hafa flogið fjöllum hærra. 360° greining á ástandinu fyrir norðan. BLE, þorir þegar aðrir þegja. 

Thursday Dec 16, 2021

BLE bræður voru í sannkölluðu jólastuði í dag. Fóru fyrst yfir NBA þar sem þeir fóru m.a yfir bestu in game troðslur allra tíma og svo kom Hrafnkell Freyr Ágústsson (Kötturinn) í heimsókn. Hann hlustaði á Véfréttina reka einn leikmann úr hverju liði í Subway deild karla áður en hann þuldi síðan upp all time lið Blika.

Thursday Dec 09, 2021

BLE í beinni úr Fiskabúri X977. Fyrsti hálftíminn fór í NBA spjall áður en Árni Helgason mætti og fór yfir all time lið KR. Síðan vækluðu þeir bræður neðri deildirnar áður en spáð var í komandi umferð Subway.

Monday Dec 06, 2021

BLE bræður hittust á heimavelli Rikka G, FM957 stúdíóinu, byrjuðu á rísandi sjónvarpsferli Sigga, fréttum vikunnar og fóru yfir liðna umferð í Subway deild karla auk þess að fara aðeins í neðri delldir.

Thursday Dec 02, 2021

BLE bræður voru í þráðbeinni úr Fiskabúrinu þennan fimmtudaginn. Farið var yfir víðan völl og góðir gestir komu í heimsókn, sá slæmi (Steinar Aronsson) og sá loftslagskvíðni (Guðmundur Auðunn)

© 2023 Boltinn lýgur ekki

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125