Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Mar 17, 2022

BLE bræður voru í góðu skapi þennan fimmtudaginn. Byrjuðu á því að fara yfir fjögurra tíma leikdag Sigga í Smáranum áður en NBA deildin var tekin föstum tökum sem endaði í Who he play for?. Síðan kom Máté Dalmay, þjálfari Hauka, sem tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á mánudaginn og fóru þeir saman í gegnum íslenska boltann og Tommi hringdi óvænt í Ísak Mána Wiium og bað hann afsökunnar á köldum en nauðsynlegum aðgerðum síðastliðin föstudag.

Thursday Mar 10, 2022

BLE í miklu stuði þennan fimmtudaginn. NBA deildin á sviðið fyrsta hálftímann eða svo. Fyrst farið í heimkomu Ben Simmons til Philadelphia og hvort að Jokic sé búinn að tryggja sér MVP styttuna. Þá spilaðir Tommi leikinn: Who he play for? Svo er farið í íslenska boltann, allar deildir en með mestum fókus á Subwaydeild karla. Er Mate Dalmay búinn að vinna BLE deildina? Er KR að missa af úrslitakeppninni? Hversu langt fara stólarnir? Kláruðu þetta svo á því að spá í spilin fyrir umferðina sem er að hefjast. 

Thursday Mar 03, 2022

BLE bræður fengu hinn umdeilda þjálfara Brynjar Karl Sigurðsson í spjall í fyrri hlutanum. KKÍ, aðferðir og ásakanir. Í síðari hlutanum kom Steinar Aronsson, Sá Slæmi, og sama gáfu þeir einkunnir fyrir landsleikina sem voru á dögunum, fóru aðeins í 1. deildina, slúðruðu um efstu deild og spáðu í umferðina sem er að fara af stað. 

Thursday Feb 24, 2022

Tommi Steindórs, sá raunverulegi, stóð vaktina fyrir hönd BLE bræðra þennan fimmtudag. Hann var þó ekki einn því hann fékk lærifaðirinn, þann eldfima, Davíð Eld ritstjóra karfan.is og sá höggþungi, Heiðar Snær Magnússon, fyrrum fyrirliði Græna Drekans mætti einnig. Þeir fóru yfir landsliðið, brottrekstur Danna frá Grindavík, rönkuðu stuðningsmannasveitir, dröftuðu þrjú all time landsliðið, fóru yfir stórleikinn í 2. deildinni og svo var hringt. Fyrst hringdu þeir til Hollands þar sem Snorri Vignisson var á línunni og svo var 360 gráðu greining á fíaskóinu hjá Tindastól B og sat Þráinn Svan Gíslason fyrir svörum.

Tuesday Feb 22, 2022

BLE bræður hittust í fyrsta skipti í langan tíma á mánudegi. Fóru yfir komandi landsliðsverkefni, völdu nýjan og endurbættan landsliðshóp og svo var það íslenski boltinn. 

Thursday Feb 17, 2022

BLE bræður hressir að vanda í dag. Garðar Örn Arnarson mætti í Fiskabúrið og fór yfir þættina um Jón Arnór en fyrsti þáttur fór í loftið í gær á Stöð 2 Sport. Bræðurnir fóru fyrir neðri deildir áður en Siggi þurfti að fara í sjónvarpið en þá mætti Þvottakörfubróðirinn Heiðar Snær Magnússon í hús ásamt hinum eldfima, Davíð Eldi ritstjóra karfan.is. Þeir fóru yfir Subway deildina og hnoðuðu að lokum í einn BLEðil.

Thursday Feb 10, 2022

Góður andi yfir BLE bræðrum þennan fimmtudaginn. Byrjuðu á því að hringja Hrafn Kristjánsson, þjálfara Álftaness og veikasta Lakers aðdáanda landsins og fóru yfir þau vandamál sem Lakers glíma við þessa stundina og trade deadlineið var aldrei langt undan. Sá slæmi mætti stuttu síðar og þar var farið yfir íslenska boltann í 90 mínútur á extra slæman hátt. Slæmi fékk heimavinnu, sagði okkur frá top 5 efnilegustu leikmönnum landsins og spáði að lokum í spilin fyrir komandi umferð.

Thursday Feb 03, 2022

BLE bræður ferskir á fimmtudegi. Fóru fyrst yfir NBA deildina þar sem Tommi spilaði leikinn "Who he play for?" Svo var vaðið í íslensku neðri deildirnar. Hvað er að gerast á Bessastöðum? Svo átti Subwaydeild karla hug BLE bræðra. Vörutalning fyrir öll liðin og Tommi gaf hverju liði prósentu á hversu líkleg þau væru til þess að landa þeim stóra.

Thursday Jan 27, 2022

BLE bræður í fádæma stuði á fimmtudegi. Fyrsti hálftíminn fór í neðri deildir, bras á Álftanesi og stórleik föstudagsins í BLE deildinni Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambandsins og ÍR-ingur mætti svo og valdi fyrir BLE bræður besta ÍR lið allra tíma.

Thursday Jan 20, 2022

BLE bræður voru í fádæma stuði í þætti dagsins. NBA átti hug og hjarta þáttarins fyrsta klukkutímann. Vanvirðing við MVP deildarinnar, Embiid skorar 50 á hálftíma og Russell Westbrook var sendur á bekkinn.  Véfréttin tók Tomma í smá leik. Who he play for?Íslenski boltinn var í aðalhlutverki síðari klukkutímann. Strákarnir byrjuðu á að hringja í Dósina, sem er að valta yfir 2. deildina, fóru aðeins yfir fyrstu deildina og spáðu svo í spilin fyrir leiki umferðarinnar í úrvalsdeild karla.

© 2023 Boltinn lýgur ekki

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125