Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Wednesday May 18, 2022

BLE bræður hentu í aukaþátt til þess að hita upp fyrir oddaleik íslandsmótsins sem fer fram í kvöld að Hlíðarenda. Gestir þáttarins: Eiríkur Stefán, Jóhann Alfreð, Atli Fannar og Hörður Unnsteins.

Thursday May 12, 2022

Allt er á suðupunkti. Playoffs í NBA, Finals í Subway deildinni. BLE bræður voru á útopnu í tvo tíma þennan fimmtudaginn. NBA krufning, slúður, Valur vs Tindastóll krufning, sá Slæmi á línunni, fullt fleira. Tommi þurfti að drífa sig á Ölver og hafði þar af leiðandi ekki tíma í að klippa þennan þátt. Vona að þið sýnið þessu hliðarspori skilning.

Thursday May 05, 2022

Einkar veglegur þáttur frá BLE bræðrum þennan fimmtudaginn.Fyrsti hálftíminn tileinkaður NBA deildinni. Svo Íslenski boltinn þar sem þeir Heiðar Snær og Egill Birgis fara yfir úrslitin og stemmninguna. Þá kom Helgi Freyr Margeirsson, Tindastólsgoðsögn og einn af aðstoðarþjálfurum liðsins, í heimsókn sem og Samúel klippari. Hringt í þann Slæma og hann tilkynnti um heimkomu Hilmars í Hauka ásamt því að spá í spilin fyrir komandi úrslit. 

Thursday Apr 28, 2022

BLE bræður í feyknastuði þennan fimmtudaginn. Byrjuðu á því að rýna í úrslitakeppni NBA. Er Jayson Tatum besti kani NBA? Fara Warriors alla leið?Svo var það Íslenski boltinn. Rýnt í allar þær seríur sem eru eftir, karla og kvennamegin. Þórsarar jarðaðir, Valur hafðir upp til skýjanna, þurftu Stólar einfaldlega extra þrjár kúlur? Svo var slúðrað síðustu 20 mínútur án ábyrgðar. 

Thursday Apr 21, 2022

BLE bræður eldhressir þennan fyrsta sumardag. Fyrst var farið í 360° greiningu á Sauðárkróksferðinni sem var farin um síðustu helgi. Molduxamótið, sveitaball og yfirprjón. Og auðvitað Oddaleikur. Svo var farið í NBA, allar seríurnar í úrslitakeppninni og stóru sögulínurnar. Síðasti klukkutíminn er svo íslenski boltinn. Hringt í höfunda tveggja bestu stuðningsmannalaga íslandssögunnar, þá Ástþór Óðinn og Helga Sæmund. Fóru svo djúpt í undanúrslitin með þeim Slæma, Steinari Aronssyni.

Thursday Apr 14, 2022

BLE bræður í feiknastuði þennan Skírdaginn. Allir í fríi og þá fara þeir að vinna. Fyrsti hálftíminn er helgaður NBA, umspilið, úrslitakeppnin, All NBA liðin og fleira. Svo er komið að Íslenska boltanum. Allar seríurnar teknar fyrir, 1. deildin líka og úrslitin þar sem eru að hefjast. Aðeins farið yfir þjálfarakapalinn sem er í uppsiglingu. Hringdum í tvo Keflvíkinga til þess að tékka á stöðunni fyrir leik 4 sem er í kvöld(fimmtudag).Þættinum lokað á frábærum nótum. Ferðin á Sauðárkrók er staðfest um helgina. Molduxamót, ball og kannski leikur 5. 

Thursday Apr 07, 2022

BLE bræður fengu þann Eldfima og Þann Höggþunga til sín til þess að veita verðlaun fyrir tímabilið í alls konar flokkum. -Leikmaður ársins í öllum deildum-Búðingur ársins-Ekkiferð ársins-Móment ársins-Skita ársins-Svissneskur vasahnífur ársins-Sneypuför ársins-Takk en nei takk ársins og miklu fleiri flokkar. í fyrri klukkutímanum var hringt í Dósina eftir frækinn sigur í 2. deildinni og fyrstu fjórir leikirnir í úrslitakeppninni greindir. 

Monday Apr 04, 2022

BLE bræður í það miklum ham að það var hent í aukaþátt. Úrslitakeppnisbomban á sínum stað. Hver verður X-factorinn í einvígjunum? Hver verður búðingur? Hver verður óvænta stjarnan? Allt þetta og svo marg fleira í þætti dagsins. 

Thursday Mar 31, 2022

BLE bræðir ferskir a fimmtudegi. Í þessum þætti:-Hringt í Rúnar Inga Erlingsson, sérfræðing í háskolaboltanum vestanhafs en þar fara fram undanúrslit um helgina. -Sá Slæmi fer yfir neðri deildirnar. -Gunnar Birgisson um frabært gengi Tindastóls og framtíðina. -Spáð fyrir um lokaumferðina, BLEðill og lofað upp í ermar

Thursday Mar 24, 2022

BLE bræður voru í fáránlegu stuði þennan fimmtudaginn. Fyrsta hálftíman fóru þeir yfir úrslitakeppni neðri deildanna og NBA deildina. Mun Sá Slæmi verða dósaður eins og allir aðrir í vetur eða verður þetta 2007 Patriots tímabil hjá Dósinni og Ármann?Fengu svo til sín frábæran gest til þess að velja besta Grindavíkurlið sögunnar, sjálfan Egil Birgisson. Fimm leikstöður, sjötti maður, handklæðaveifari og þjálfari. Hverja velur hann? Svo var vaðið í Subwaydeild karla með Agli. BLE bræður eru á leiðinni á Krókinn í playoffs, Eru Njarðvík of gamlir? Valsmenn of leiðinlegir? Mun Hjalti í Keflavík láta besta leikmanninn sinn fá boltann og munum við ekki örugglega fá úrslitakeppnisbolta á Meistaravelli? 

© 2023 Boltinn lýgur ekki

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125