Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Oct 13, 2022

BLE bræður í miklu stuði þennan fimmtudaginnByrjuðu þáttinn á NBA umfjöllun með Prófessornum sjálfum, Herði Unnsteinssyni. Lögmál Leiksins fara af stað eftir helgi og farið yfir hverju mennværu spenntastir fyrir fyrir komandi tímabil. Svo neðrideildarumfjöllun. Véfréttin loggaði inn leik í 2. deildinni, Herði Unnsteins hent út úr húsi í 1. deild kvenna og Álftanes á siglinguí þeirri fyrstu. Svo var Subwaydeild karla tækluð. Öll liðin tekin fyrir og í anda kvikmyndarinnar 10 Things I Hate About You fóru strákarnir yfir hvað þeirfíluðu EKKI við hvert lið. Sérstök Eldræða frá Tómasi um ÍR liðið og allt fíaskóið í kringum bandarískan leikmann þeirra.  

Friday Oct 07, 2022

Boltinn Lýgur Ekki fagnar eins árs afmæli á X977 með fjölbreyttum þætti. -Heiðar Snær mætti í heimsókn og fór yfir ferð Þórsara til Kosovo og Þórsliðið í vetur. Véfréttin fór svo yfir frægðarför sína og síns liðs á Pollamót Þórs á Akureyri um síðustu helgi. NBA deildin var á sínum stað þar sem var farið yfir mest spennandi leikmanninn sem hefur komið inn í deildina síðustu 19 árin og hnefasamloku frá Draymond Green. Álftanes fer vel af stað í BLE deildinni en Skallagrímur ekki. Lokuðum þessu á Subwaydeild karla sem er rétt í þann mund að hefjast. Spáðum í spilin alla leikina og bjuggum til BLEðil.

Thursday Sep 29, 2022

Stóra BLE spáin (sem er töluvert faglegri en spá formanna og þjálfara) fyrir Subway deild karla. Véfréttinn og sá Raunverulegi fengu þann Slæma í Fiskabúrið og tekinn var 360 gráðu snúningur á tímabilinu sem er framundan. Sleggjudómar, mönnum hent fyrir rútuna á meðan aðrir voru hafðir upp til skýjana. Hver er lykilmaður? Hver er búðingur? Hver er 12. maðurinn? Þetta og margt fleira í þessum þætti.

Thursday Sep 22, 2022

Strákarnir í BLE í fantaformi þennan fimmtudaginn. Ólöf Helga Pálsdóttir Woods mætti til þeirra og fór yfir kvennaboltann og sparaði ekki stóru orðin. Þar á eftir fóru þeir bræður yfir neðri deildirnar eins og þær leggja sig og Tómas Steindórsson, sérfræðingur Stöðvar 2 í 1. deild karla opinberaði spána fyrir 1. deildina. 

Friday Sep 16, 2022

Véfréttin var á tökkunum að þessu sinni því Sá Raunverulegi var fjarri góðu gamni. Sá Eldfimi, Davíð Eldur, hljóp í skarðið. Eurobasket, yfir/undir NBA og íslenski boltinn í lokin

Friday Sep 09, 2022

Strákarnir hressu, BLE bræðurnir Véfréttinn og Tommi Steindórs, eru mættir aftur. Svokallað soft opening, farið yfir Eurobasket, NBA og svo hverjir eru komnir og farnir í Subway deildinni.

Thursday Jun 23, 2022

BLE bræður mættu í síðasta sinn í bili í Fiskabúrið til þess að ræða körfuboltann. NBA finals, streetballmót Húrra, íslenski boltinn, orðið á götunni, nýr formaður KR og fleira. 

Thursday Jun 16, 2022

BLE bræður mættir aftur eftir einstakt messufall í síðustu viku. 360 gráðu greining á streetballmóti X977 sem var um síðustu helgi sem og yfirferð yfir leikplanið á streetballmótinu sem BLE bræður taka þátt í á 17. júní. NBA á sínum stað. Leikmannaskipti milli Texasliða og þróun úrslitaseríunnar. Íslenski boltinn, slúður, leikmannaskipti og hleypidómar. 

Thursday Jun 02, 2022

BLE bræður voru glaðir þennan fimmtudaginn, enda kominn júní. Fjölluðu um Streetball mót X977 sem verður á Klambratúni 11. júní (miðar á tix.is) áður en þeir fóru yfir það sem skiptir málí, úrslitin í NBA. Í seinni partinum rýndu þeir í slúðurpakka karfan.is og fóru svo í mjög svo ótímabæra spá fyrir Subway deild karla næsta tímabil. 

Thursday May 26, 2022

Boltinn Lýgur Ekki voru að sjálfsögðu í beinni á uppstigningardag. Byrjuðu á því að fara yfir NBA áður en þeir hringdu í Finn Freyr, þjálfara Íslandsmeistara Vals og fóru yfir vegferðina að titlinum. Síðan var farið í verðlaunaafhendingu fyrir úrslitakeppnina og smá slúðrað að lokin.

© 2023 Boltinn lýgur ekki

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125