Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Jan 05, 2023

Boltinn Lýgur Ekki heilsar ykkur á nýju ári með þéttpökkuðum þætti . Sá Raunverulegi var vant við látinn en BLE fjölskyldan stóð þétt við bakið á Véfréttinni og mættu Höggið og Sá Eldfimi í Fiskabúrið og fóru yfir málefni líðandi stundar.

Thursday Dec 15, 2022

Boltinn Lýgur Ekki vængbrotinnað þessu sinni því Véfréttin er í París að kynna sér franskan körfubolta. Sá raunverulegi stóð vaktina og fékk guðfaðirinn Kjarta Atla Kjartansson til sín fyrsta hálftímann. Síðan komu þeir kollegar, Sævar Sævarsson og Steinar "Sá Slæmi" Aronsson í Fiskabúrið og fóru um víðan völl. KR eru fallnir, Höttur fara í playoffs og fleiri sleggjudómar látnir vaða. 

Thursday Dec 08, 2022

BLE bræður loksins sameinaðir á ný. Stútfullur þáttur. Ólög Helga Pálsdóttir Woods mætti til okkar og fór yfir kvennaboltann á sinni kjarnyrtu íslensku. Smá NBA, smá neðri deildir áður en 1. deild karla og Subway deild karla tók yfir. Top 5 undir 25, eru KR að fara að spila við Þrótt Vogum og Hrunamenn á síðasta tímabili og Keflavík eru scary. 

Friday Dec 02, 2022

Engin véfrétt í þetta skiptið en kom ekki að sök því Heiðar Snær Magnússon, betur þekktur sem "Höggið", stóð vaktina í hans fjarveru. Tommi fann NBA lið fyrir Heisa í NBA umræðunni og svo var farið yfir allar deildir á Íslandi, bæði karla- og kvennamegin. 

Friday Nov 25, 2022

BLE bræður í miklu stuði þennan fimmtudaginn. Vintage BLE, NBA og Ísland. 

Thursday Nov 17, 2022

Mikið stuð á BLE bræðrum þennan fimmtudaginn. Byrjuðum á að tala um nýfallinn dóm aganefndar í máli Hauka gegn Tindastól þar sem Haukum var dæmdur 0-20 sigur í VÍS bikarnum. Svo var NBA tal. SGA, vesen á Warriors, Boston bestir í deildinni og Kings að vakna úr dvala.Hringdum svo í geitina í íslenskri deildarkeppni, Teit Örlygsson, og fórum yfir nýafstaðna landsleiki og mögleika Íslands á sæti á HM. Verður stuð í Manila eða Jakarta? Fóru svo í fréttir vikunnar og íslenska boltann. neðri deildir og svo Subwaydeild karla. Dettur BLEðillinn loksins?

Thursday Nov 10, 2022

Véfréttin ein að þessu sinni enda sá Raunverulegi lítill lasarus. Hringt í Gunnar Birgisson, en hann er á Tenerife. Farið yfir gengi Tindastóls, KKÍ og hvort hann hafi einhverjar áhyggjur. Næst, mónólóg um NBA. Hringdi svo í HUgsuðinn, Hörð Unnsteinsson. Farið yfir ítarlega yfir landsleikinn á morgun. Næsta símtal var í þann Eldfima, Davíð Eld. Farið yfir 1. deildina þar sem BLE umfjöllunin hefur mögulega stigið mönnum til höfuðs og svo létt yfirferð yfir öll lið Subwaydeildar karla og hvort það þurfi að hafa áhyggjur. 

Thursday Nov 03, 2022

BLE bræður í banastuði þennan fimmtudaginn. 360 gráðu greining á NBA fyrsta hálftímann áður en var farið yfir til Íslands. 2. deild, 1. deild, Subway, KKÍ, valsarar of góðir, Þórsarar of lélegir, margt margt fleira. 

Thursday Oct 27, 2022

BLE bræður voru ekkert að flækja þetta þennan fimmtudaginn. NBA og Íslenski boltinn í brennidepli. Heiðar Snær, einnig þekktur sem Höggið, mætti og hélt vörnum fyrir Þórsara og fór svo yfir allar deildir með þeim BLE bræðrum.

Thursday Oct 20, 2022

Boltinn Lýgur Ekki í banastuði þennan fimmtudaginn í líklega þéttpakkaðasti þætti sögunnar. Þátturinn byrjaði á NBA umræðu og svo mætti Ólöf Helga og fór yfir kvennaboltann. Í kjölfarið mætti Sá Slæmi til BLE bræðra og þar var farið yfir allan katalóginn. 2. deild karla, 1. deild karla, bikarfíaskóið á Sauðárkróki og svo brá Véfréttinn sér í líki jarðálfsins Láka og var reglulega vondur við öll deildarinnar og sendi einn eða fleiri leikmann heim úr hverju liði. 

© 2023 Boltinn lýgur ekki

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125