Boltinn lýgur ekki
Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.
Episodes

Thursday Mar 16, 2023
Thursday Mar 16, 2023
Sá raunverulegi stóð vaktina í dag með Davíð Eld (þeim eldfima) og Steinari Aronssyni (þeim slæma). Ólöf Helga mætti og fór yfir kvennaboltann. 1. deildin tekin var í kjölfarið tekin föstum tökum áður en vörutalning í Subway deild karla hófst.

Friday Mar 10, 2023
Friday Mar 10, 2023
Véfréttin stóð vaktina einsamall en tók símtal á Tómas sem var staddur í Vestmannaeyjum. Farið vítt yfir sviðið.

Thursday Mar 02, 2023
Thursday Mar 02, 2023
Boltinn Lýgur Ekki í þráðbeinni þennan fimmtudaginn. Véfréttinn heiðraði þáttinn með nærveru sinni fyrstu 20 mínúturnar og fór yfir NBA með þeim Raunverulega. Höggið leysti síðan Véfréttina af og kafað var djúpt í íslenska boltann, bæði karla og kvennamegin.

Sunday Feb 26, 2023
Sunday Feb 26, 2023
BLE bræður settust niður með Högginu beint eftir landsleik Íslands og Georgíu og stemmninginn eftir því. Leikurinn greindur, einkunnagjöf og svo var aðeins farið yfir neðri deildir.

Thursday Feb 16, 2023
Thursday Feb 16, 2023
Boltinn Lýgur Ekki bauð upp á all star leik í íslenska boltanum með allri umgjörð. Leikvangur, dómarar, liðin, stuðningsmenn, þjálfarar og fleira.

Thursday Feb 16, 2023

Thursday Feb 02, 2023
Thursday Feb 02, 2023
00:00 - Létt hjal og NBA21:05 - Spjall við Martin Hermansson39:00 - Íslenski boltinn með Heisa Högg

Tuesday Jan 31, 2023
Tuesday Jan 31, 2023
NEYÐARPOD. BLE bræður skulduðu þátt og fóru yfir gluggadaginn í Subway deild karla. Pavel er orðinn leikmaður Tindastóls. Raggi Nat er 100% þriggja stiga skytta. Þróttur Vogum ætla sér taplausir í gegnum 2. deildina og margt fleira.

Thursday Jan 19, 2023
Thursday Jan 19, 2023
Boltinn Lýgur Ekki eins og hann gerist bestur. Ólöf Helga mætti og fór yfir landslagið kvennamegin áður en sá Slæmi mætti og tætti í sig allt og alla, sama hvaða deild var talað um.

Thursday Jan 12, 2023
Thursday Jan 12, 2023
Boltinn Lýgur Ekki í þráðbeinni þennan fimmtudaginn. Það var slúðrað um þjálfaramál áður en undanúrslitin í bikarnum voru gerð upp. Eiki hljóðmaður aka Stofustóllinn settist svo í Fiskabúrið og fór yfir það sem mætti betur fara hjá Tindastól. Hörður Unnsteinsson var síðan á línunni og fór yfir 1. deild karla.