Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Nov 16, 2023

Gestagangurinn var mikill í Boltinn Lýgur Ekki í dag. Ritstjórinn umdeildi, Davíð Eldur aka Sá Eldfimi mætti í Fiskabúrið til þeirra BLE bræðra og fór yfir NBA. Það voru síðan skipti, Véfrétt út og "Þræll Mammon" aka Siggeir Ævarsson kom inn en sá er Grindvíkingur og hann veitti okkur innsýn í körfubolta og líf Grindvíkinga á þessum óvissutímum. 

Thursday Nov 09, 2023

Boltinn Lýgur Ekki í feiknastuði þennan fimmtudaginn. Ísland, NBA, subway spjallið. Farið yfir þetta allt saman. 

Thursday Nov 02, 2023

Þau voru stór orðin sem sá Höggþungi lét falla í þættinum í dag en hann stóð vaktina með Véfréttinni og þeim raunverulega. Klassísk vörutalning í flestum deildum sem skipta máli. 

Thursday Oct 26, 2023

Treyjan hans Helga Viggós verður hengd upp í rjáfur í Síkinu annað kvöld og það var þáttur honum til heiðurs. Heyrt var í fyrrum samherjum, mótherjum og mönnum sem ólust upp við að vera hræddir við hann áður en Helgi sjálfur mætti í símann. Það var líka farið yfir Subway, 1. deild og NBA. Stútfullur þáttur. 

Thursday Oct 19, 2023

Boltinn Lýgur Ekki í banastuði í dag. Farið vel yfir NBA, 1. deild karla tekin fyrir ásamt Subway. Boltinn Lýgur Ekki er í boði Viking Lite léttöl og Dynjanda. 

Thursday Oct 12, 2023

Svokallaður vintage BLE. Véfrétt og sá Raunverulegi fóru yfir sviðið. 

Thursday Oct 05, 2023

Þetta er að bresta á. Véfréttin og sá raunverulegi í miklu stuði þennan fimmtudaginn. 

Friday Sep 29, 2023

Véfréttin stóð vaktina í fjarveru Tómasar sem var upptekinn við að leika um landið. Subway kvenna farið af stað, Lillard til Bucks og svo kom hin virti NBA fjölmiðlamaður Leigh Ellis í heimsókn og fór yfir verkefnið sitt þar sem hann er að fara hringinn í kringum hnöttinn að spila streetball og verður á Akureyri um helgina. 

Friday Sep 22, 2023

Boltinn Lýgur Ekki var ekki flókin í þetta skiptið. Véfréttin kíkti í kristalskúluna og spáði fyrir um Subway deild karla á meðan Sá raunverulegi og Sá Slæmi veittu honum aðhald.

Thursday Sep 14, 2023

Boltinn Lýgur Ekki á sínum stað. Fréttir vikunnar krufnar áður en spáin fyrir 1. deild karla var opinberuð. 

© 2023 Boltinn lýgur ekki

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125