Boltinn lýgur ekki
Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.
Episodes

Thursday Oct 21, 2021
Thursday Oct 21, 2021
BLE menn fengu til sín tvo góða í útvarpsþátt dagsins. Davíð Eldur mætti og fór í undir/yfir í NBA deildinni. Svo kom Sá slæmi, Steinar Aronsson og farið var yfir Subway deildina. Er glasið hálf-fullt eða hálf-tómt?

Monday Oct 18, 2021
Monday Oct 18, 2021
BLE menn voru gestalausir þennan mánudaginn. Farið yfir umferðina í Subway deild karla og leikdagsupplifanir Véfréttarinnar sem mætti á tvo leiki. KR- Tindastóll og Ármann-Valur. Snert á 1. deild karla í lokin ásamt leiðréttingum.

Friday Oct 15, 2021
Friday Oct 15, 2021
BLE menn fengu til sín Hörð Unnsteinsson, NBA sagnfæðing og þjálfara KR í 1. deild kvenna til sín í þáttinn til þess að fara vítt og breitt yfir svið NBA deildarinnar sem fer af stað eftir tæpa viku. Fóru einnig í Subway deild karla og gerðu heiðarlega tilraun til þess að ræða við Martin Hermannsson í Valencia, með ófyrirséðum afleiðingum.

Sunday Oct 10, 2021
Sunday Oct 10, 2021
BLE menn fengu til sín hinn hundtrygga Hraunar Guðmundsson. Fórum yfir nýliðna umferð í Subway deild karla. Snúningur á fyrstu deild karla í lokin.

Thursday Oct 07, 2021
Thursday Oct 07, 2021
Fyrsti þátturinn af útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki er kominn í loftið. Tommi Steindórs og Siggi Orri fengu til sín Kjartan Atla Kjartansson til þess að fara yfir komandi vetur í Subway deild karla. Svo var farið í opinbera spá BLE um deildina. Farið yfir öll liðin og spáð í spilin. Sá Slæmi, Steinar Aronsson kom og aðstoðaði þáttarstjórnendur við spána.