Boltinn lýgur ekki
Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.
Episodes

Monday Nov 29, 2021
Monday Nov 29, 2021
BLE bræður hittust after dark í Fiskabúrinu og fóru yfir allar deildir nema Subway deild karla, landsleikjauppgjör þar sem svipan var ekki spöruð og enduðu þetta svo á smá NBA spjalli.

Thursday Nov 25, 2021
Thursday Nov 25, 2021
BLE bræður fengu fyrst til sín guðföðurinn, Kjartan Atla Kjartansson, til að renna yfir NBA deildina og svo kom sá ungverski, Máté Dalmay, í Fiskabúrið til að fara yfir Subway deildina auk þess að keppa í Kvissi við Tomma.

Monday Nov 22, 2021
Monday Nov 22, 2021
BLEverjar skiluðu uppgjöri fyrir síðustu daga. Sturlaður Stewart í Detroit, skallamaðurinn spilar enn í 2. deildinni, Leikdagur hjá Tómasi á Ásvöllum og sigurvegarar og taparar í Subway deild karla.

Thursday Nov 18, 2021
Thursday Nov 18, 2021
BLE bræður fengu til sín góðan gest í dag. Sá slæmi, Steinar Aronsson kom í stúdíóið. Yfirferð yrfir nývalið landslið karla fyrir undankeppni HM 2023 , agamál í neðri deildunum og fleira. Aðalmálið á dagskrá var svo Subway deild karla.Farið yfir öll liðin. -Bestur hingað til? -Mestu vonbrigðin? -Hver á eitthvað inni? -Hvaða leikmanni ætti að bæta í liðið? Þetta, og margt fleira í BLE þætti dagsins.

Monday Nov 15, 2021
Monday Nov 15, 2021
BLEverjar voru í sínu nátturulega umhverfi (tveir í lokuðu rými) á mánudegi og fóru yfir hlutina á mettíma. Leikdagur, Deadline day, 2. deild, 1. deild, winners, loosers og margt margt fleira.

Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
BLE verjar fengu til sín tvo frábæra gesti í þessum þætti. Fyrir hönd Þorlákshafnar var Heiðar Snær mættur en fyrir hörðustu Tindastólsmenn landsins var Gunnar Birgisson á svæðinu. Fyrsti hálftíminn fór í NBA deildina en svo var Véfréttin mætt með kraftröðun fyrir Subway deild karla fyrir strákana að rífa í sig. Liðunum var raðað í styrkleikaröð eftir því hvernig þau eru að spila á þessari stundu.

Sunday Nov 07, 2021
Sunday Nov 07, 2021
BLE menn tóku hlaðvarpsútgáfuna á sunnudagskvöldi í miklum gír. Farið í neðri deildirnar fyrst áður en Subway deild karla er tekin fyrir. 360° greining á Tómasi í Körfuboltakvöldi.

Thursday Nov 04, 2021
Thursday Nov 04, 2021
BLE bræður byrjuðu tveir og fóru yfir NBA deildina ásamt því að gefa NBA League pass í beinni. Sá slæmi mætti síðan til þeirra bræðra og þeir kíktu í kristalskúluna ásamt því að fara aðeins yfir fall og ris Máté Dalmay hjá Haukum.

Thursday Oct 28, 2021
Thursday Oct 28, 2021
Það var gestagangur hjá BLE mönnum eins og oftast áður. Kjartan Atli Kjartansson fór með þeim yfir NBA deildina fyrri klukkutímann. Umræða um Celtics, Lakers, nýjar reglur sem gera James Harden erfitt fyrir og fleira. Í síðari hlutanum kom Matthías Orri Sigurðarson og leiddi landann í allan sannleika um Subway deildina á mannamáli. Stemmning í Grindavík, tæknivillukvart og hvor er harðari, Kristófer Acox eða Svenni Claessen?

Sunday Oct 24, 2021
Sunday Oct 24, 2021
BLE í hlaðvarpsformi þennan sunnudaginn fór yfir þjálfaraleit ÍR-inga. Verður þetta sama gamla eða þora ÍR að fara í eitthvað ferskt? Snertu á neðri deildunum, góður leikur hjá þeim Slæma en ekkert frá Strætónum. Tæknivilla á dómarann og smávegis NBA í lokin.